Holukeppni GKG 2018 – riðlar

Home/Fréttir/Holukeppni GKG 2018 – riðlar

Holukeppni GKG 2018 – riðlar

Dregið hefur verið um hverjir leika saman í Holukeppni GKG árið 2018. 16 konur eru skráðar til leiks og keppa þær í einum riðli. 47 karlar eru skráðir til leiks og leika þeir í 4 riðlum. Þar sem færri en 16 leikmenn eru í hverjum riðli karlanna, þurfa nokkrir að sitja hjá í fyrstu umferð.

Keppni hefst mánudaginn 11. júní og skal ljúka fyrstu umferð í síðasta lagi sunnudaginn 24. júní. Keppendur koma sér saman um leiktíma og skrá rástíma á golf.is. Úrslit leikja skulu keppendur skrá á skortöflu er sett verður upp hjá upplýsingaborði GKG. Keppendum er vinsamlegast bent á að notfæra sér þjónustu ja.is til að finna símanúmer andstæðings síns, ef þeir þekkja ekki til hans.

Keppendum er bent á ja.is eða hafa samband við skrifstofu og fá uppgefið það símanúmer sem er í kerfinu hjá okkur til að komast í samband við mótherja sinn.

Keppnisfyrirkomulag.

Hámarks leikforgjöf er 28.

Leikmaður ræður af hvaða teig hann leikur og tekur leikforgjöf hans mið af því. Nota skal grunnforgjöf eins og hún er, þegar leikur fer fram við útreikning leikforgjafar, þó með hámarksleikforgjöf 28. Forgjöf nýtist í samræmi við forgjafarröð vallarins. Sé annar leikmaður t.d. með 10 í forgjöf en hinn 18, fær forgjafarhærri leikmaðurinn forgjöf á hinn leikmanninn á holum 1-8 í forgjafarröð.

Í hverri umferð í holukeppninni eru leiknar 18 holur. Leika skal til úrslita í hverjum leik. Verði leikmenn jafnir eftir 18 holu leik skal leikið áfram og fyrsta unnin hola ræður úrslitum.

Riðlana má sjá hér:

Holukeppni 2018 – A riðill

Holukeppni 2018 – B riðill

Holukeppni 2018 – C riðill

Holukeppni 2018 – D riðill

Holukeppni 2018 – Konur A riðill

By |08.06.2018|