Holukeppni GKG 2018

Home/Uncategorized/Holukeppni GKG 2018

Holukeppni GKG 2018

Blásið er til árlegrar holukeppni GKG eins og undanfarin ár.  Þetta er mótið, þar sem allir eiga jafna möguleika á sigri, ekkert síður kylfingar með háa forgjöf.  Í þessari frábæru keppni á hinn almenni kylfingur möguleika á að hljóta titilinn „Holumeistari GKG“ og að þessu sinni verða krýndir holumeistarar bæði í karla- og kvennaflokki.

Í holukeppni með forgjöf er það bara dagsformið sem ræður!

Þeir sem skrá sig í mótið verða dregnir saman í fyrstu umferð, maður á mann. 

Útdráttur fer fram með viðhöfn í íþróttamiðstöð GKG, sunnudaginn 3. júní n.k. kl 20:00 og er keppendum boðið að vera viðstaddir útdráttinn.

Fjöldi umferða fer eftir fjölda þátttakenda í hvorum flokki og verður fyllt upp í slétta umferð með hjásetu.  Miðað er við að hver umferð taki ekki meira en tvær vikur að undanskilinni umferðinni sem fram fer á meðan meistaramótið stendur yfir en sú umferð lengist um eina viku.  

Fyrsta umferð hefst 4. júní og skal lokið í síðasta lagi 17. júní.  Nánara tímaplan verður kynnt eftir útdráttinn þegar fjöldi þátttakenda í hvorum flokki liggur fyrir.

Verðlaunin verða veitt á bændaglímu klúbbsins í lok tímabils þar sem fráfarandi holumeistari krýnir nýjan holumeistara!

Skráningu í mótið skal lokið fyrir kl 23:59 á laugardaginn 2. júní. Skráning fer fram á golf.is.

Keppnisgjald kr 3.500 greiðist með kreditkorti á www.golf.is.

Tekjur af mótinu renna í trjáræktarsjóð.

By |28.05.2018|