Árleg holukeppni GKG er innanfélagsmótið, þar sem hinn almenni kylfingur á góða möguleika að verða klúbbmeistari og hljóta titilinn „Holumeistari GKG“. Þetta er mótið, þar sem allir eiga jafna möguleika á sigri, ekkert síður kylfingar með háa forgjöf.
Í holukeppni með forgjöf er það bara dagsformið sem ræður!
Í ár verður mótið með breyttu sniði þar sem undankeppninni verður sleppt en þess í stað verða þeir sem skrá sig í mótið dregnir saman í fyrstu umferð maður á mann. Útdráttur fer fram fimmtudaginn 22. Júní, kl. 18:00 og er keppendum boðið að vera viðstaddir. Vignir í Mulligan verður með eðaltilboð á bjór og burger á kr. 2.100,-.
Fjöldi umferða fer eftir fjölda þátttakenda.
Fyrstu umferð í holukeppninni skal lokið fyrir meistaramót þ.e. í síðasta lagi 1. júlí. Tímalengd hverrar umferðar eftir það ræðst af fjölda þátttakenda og þar með fjölda umferða en gert er ráð fyrir að úrslitaviðureignin fari fram fyrstu vikuna í september og ræðst þá hver verður holumeistari GKG.
Verðlaunin eru veitt á bændaglímu klúbbsins í lok tímabils þar sem fráfarandi holumeistari krýnir nýjan holumeistara!
Skráningu í mótið skal lokið fyrir kl 23:59 á miðvikudaginn 21. júní.
Keppnisgjald kr 3.500 greiðist við fyrstu viðureign.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á yngvi@gkg.is , tilgreinið í honum nafn og kennitölu.
Tekjur af mótinu renna til trjáræktarnefndar.