Í ár var keppt í fyrsta sinn í kvenna- og karlaflokki um Holumeistara GKG og á Úrval Útsýn mánudagsmótaröðinni. Á aðalfundinum voru veitt verðlaun fyrir þessi tvö af stærstu innanfélagsmótunum sem leikin eru yfir allt sumarið.

Holumeistarar GKG urðu þau Irena Ásdís Óskarsdóttir sem sigraði eftir úrslitaviðureign sína við Bjarneyju Ósk Harðardóttir 3/1
Karlaflokkur: Örn Jónsson lagði Vernharð Þorleifsson (Venna Páer) í úrslitum 2/1.

Árleg holukeppni GKG er innanfélagsmót, þar sem hinn almenni kylfingur á góða möguleika að verða klúbbmeistari og hljóta titilinn „Holumeistari GKG“. Þetta er mótið, þar sem allir eiga jafna möguleika á sigri, ekkert síður kylfingar með háa forgjöf, það er keppnisskapið og dagsformið sem ræður! Mótið byrjar á úrtökumót fyrir hina eiginlegu holukeppni. Þeir 32, sem fá flesta punkta, komast áfram í sjálfa holukeppnina.

Tekjur af mótinu renna til trjárræktarnefndar.

Í Úrval Útsýn Mánudagsmótaröð GKG var keppt í kvennaflokki og karlaflokki. Umferðirnar voru níu og töldu þrjár bestu umferðirnar til úrslita. Þátttakan var mjög góð en alls tóku 145 félagsmenn þátt, þar af 37 konur (26%) og 108 karlar. Samtals var skilað inn 535 gildum skorkortum.

Verðlaunahafar í kvennaflokki voru:
1. Helga Þorvaldsdóttir með 111 punkta
2. Ragnheiður H Ragnarsdóttir með 107 punkta
3. Ingunn Einarsdóttir með 105 punkta

Verðlaunahafar í karlaflokki voru:
1. Guðmundur Karl Guðmundss. með 116 punkta
2. Helgi Bjarni Birgisson með 114 punkta
3. Jónas Þór Gunnarsson með 113 punkta

Vegleg verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki og þökkum við Úrval Útsýn fyrir góðan stuðning við mótaröðina.
1. Utanlandsferð með Úrval Útsýn á El Plantio
2. 70.000 kr. inneign hjá Úrval Útsýn í golfferð
3. 30.000 kr. inneign hjá Úrval Útsýn í golfferð

GKG þakkar öllum þátttakendum fyrir góða þátttöku og óskar sigurvegurunum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu í þessu móti.

Á myndinni hér fyrir neðan eru þeir Örn og Guðmundur Karl ásamt Úlfari og Guðmundi formanni. Ósótta vinninga er hægt að vitja á skrifstofu GKG á skrifstofutíma 9-17.