Hulda Clara sigraði á Íslandsbankamótaröðinni, Gunnlaugur og Magnús Skúli á Áskorendamótaröðinni

Home/Fréttir/Fréttir af unglingastarfi/Hulda Clara sigraði á Íslandsbankamótaröðinni, Gunnlaugur og Magnús Skúli á Áskorendamótaröðinni

Hulda Clara sigraði á Íslandsbankamótaröðinni, Gunnlaugur og Magnús Skúli á Áskorendamótaröðinni

Fyrsta móti tímabilsins á Íslandsbankamótaröð unglinga lauk um helgina, einnig var leikið á Áskorendamótaröðinni.

Fyrsta mót keppnistímabilsins 2017 á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram á Strandarvelli á Hellu um helgina. Þátttaka var mjög góð en yfir 140 keppendur luku keppni, og voru keppendur frá GKG alls 41 talsins. Aðstæður voru nokkuð krefjandi á lokahringnum á sunnudaginn en þrátt fyrir það náðu margir keppendur að leika frábært golf.

Keppt var í fyrsta sinn í flokki 19-21 árs og verður spennandi að fylgjast með gangi mála í þeim flokki – en þar mættu til leiks margir af bestu kylfingum landsins í þessum aldursflokki.

Úrslit urðu eftirfarandi:

19-21 ára:

1. Henning Darri Þórðarson, GK (71-70-71) 212 högg +2
2. Vikar Jónasson, GK (78-68-69) 215 högg +5
3. Jóhannes Guðmundsson, GR (75-70-71) 216 högg +6
Frá vinstri: Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ, Jóhannes, Henning, Vikar og Brynjar Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ.

17-18 ára:

1. Arnór Snær Guðmundsson , GHD (77-72-70) 219 högg +9
2. Ingvar Andri Magnússon, GR (77-72-71) 220 högg +10
3. Kristján Benedikt Sveinsson, GA (72-70-78) 220 högg +10
Frá vinstri: Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ, Ingvar Andri, Arnór Snær, Kristján Benedikt og Brynjar Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ.

1. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD (79-81-82) 242 högg +32
2. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (85-78-80) 243 högg +33
3. Zuzanna Korpak, GS (83-82-90) 255 högg +45
4. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG (91-82-91) 264 högg +54
Frá vinstri: Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ, Heiðrún, Amanda, Suzanna og Brynjar Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ.

15-16 ára:

1. Kristófer Karl Karlsson, GM (69-73) 142 högg +2
2. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (67-76) 143 högg +3
3.-4. Aron Emil Gunnarsson, GOS (73-71) 144 högg +4

7. Jón Gunnarsson, GKG (75-73) 148 högg +8
8.-9. Viktor Markusson Klinger, GKG (70-79) 149 högg +9

Frá vinstri: Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ, Sigurður Arnar, Kristófer Karl, Aron Emil, og Sigurður Pétur Oddsson mótastjóri GSÍ.

1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (74-81) 155 högg +15
2. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR (77-82) 159 högg +19
3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (79-83) 162 högg +22
4. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG (87-77) 164 högg +24
5. María Björk Pálsdóttir, GKG (86-90) 176 högg +36

Frá vinstri: Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ, Jóhanna, Hulda Clara, Andrea Ýr og Brynjar Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ.

14 og yngri:

1. Böðvar Bragi Pálsson, GR (72-72) 144 högg +4
*Böðvar sigraði eftir bráðabana.
2. Björn Viktor Viktorsson, GL (73-71) 144 högg +4
3. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR (70-75) 145 högg +5

5. Axel Óli Sigurjónsson, GKG (76-76) 152 högg +12
6. Flosi Valgeir Jakobsson, GKG (75-78) 153 högg +13
8. Dagur Fannar Ólafsson, GKG (83-74) 157 högg +17
9.-10. Breki Gunnarsson Arndal, GKG (77-84) 161 högg +21

Frá vinstri: Sigurður Pétur Oddsson mótastjóri GSÍ, Bjarni Þór, Böðvar, Björn Viktor og Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ,

1. Kinga Korpak, GS (69-73) 142 högg +2
2. María Eir Guðjónsdóttir, GM (84-78) 162 högg +22
3. Eva María Gestsdóttir, GKG (83-81) 164 högg +24
Frá vinstri: Sigurður Pétur Oddsson mótastjóri GSÍ, Eva, Kinga, María Eir og Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ

Áskorendamótaröðin

Það var líf og fjör á laugardaginn þegar fyrsta mót keppnistímabilsins á Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram á Svarfhólsvelli á Selfossi. Um 50 keppendur tóku þátt og skemmtu sér vel á frábærum velli.

Leikfyrirkomulag mótaraðarinnar er eftir alþjóðlegri fyrirmynd mótaraðar fyrir ungra kylfinga.

Þessi mótaröð er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku væntanlegra framtíðarkylfinga. Á Áskorendamótaröðinni er markmiðið að keppendum þyki gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans.

Keppnisfyrirkomulagið var þannig að hægt var að velja að leika 9 eða 18 holur. Keppendur voru allir ræstir út á sama tíma og í lok keppninnar var keppendum boðið í grillveislu í golfskálanum.

Úrslit:

Stúlkur 10 ára og yngri / 9 holur
1. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR 45
2. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS 50
3. Lilja Grétarsdóttir, GR 52

Piltar 10 ára og yngri / 9 holur
1. Markús Marelsson, GÁ 34
2. Snorri Rafn William Davíðsson, GS 43
3. Nói Árnason, GR 49
Piltar 12 ára og yngri / 9 holur

1. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG 42
2. Magnús Skúli Magnússon, GKG 42
3. Halldór Viðar Gunnarsson, GR 44

Stúlkur 12 ára og yngri / 9 holur

1. Sara Kristinsdóttir, GM 51
2. Ester Amíra Ægisdóttir, GK 56
3. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, GKG 57
Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ og Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ afhentu verðlaunin á Áskorendamótaröðinni á Selfossi

Stúlkur 15-18 ára / 18 holur

1. Bára Valdís Ármannsdóttir, GL 94
2. Erna Rós Agnarsdóttir, GS 103
3. Klara Kristvinsdóttir, GL 118

Piltar 14 ára og yngri / 18 holur

1. Auðunn Fannar Hafþórsson, GS 78
2. Gabriel Þór Þórðarson, GL 88
3. Þorgeir Örn Bjarkason, GL 93

Stúlkur 14 ára og yngri / 18 holur

1. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM 112
2. Berglind Erla Baldursdóttir, GM 119
3. Laufey Kristín Marinósdóttir, GKG 126

Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ og Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ afhentu verðlaunin á Áskorendamótaröðinni á Selfossi. 

Byggt á frétt af golf.is, sjá heildarúrslit á golf.is. Sjá fleiri myndir hér.
 

 

By |29.05.2017|