Margir kylfingar hafa tekið eftir blaði sem Gummi vallarstjóri hengir upp á hverjum morgni meðan á Meistaramóti klúbbsins stendur. Á blaði stendur t.d. í dag “Meðal hraði flata 9,4 á stimp”. Margir hvá við og spyrja hvað þetta merki eiginlega, sem er mjög eðlileg spurning.
Í stuttu máli þá er markmið vallarstarfsmanna að hafa hraða á flötum eins jafnan og hægt er, og er sérstakt mælitæki notað (Stimpmeter) til að mæla hraða á flötum. Á myndinni sést Guðni stimpmaster munda mælitækið, en rennunni er lyft upp þangað til boltinn rúllar af stað. Fundinn er sléttur blettur á flötinni og boltanum rennt þrisvar sinnum í hvora átt, og fundin meðallengd rennslis á boltanum, í fetum.
Það þykir vel af sér vikið að ná 9-10 feta hraða á íslenskar flatir. Gæta þarf að hraðinn sé ekki of mikill, ef landslag flatanna er mikið, slíkt myndi hægja verulega á leik. Á PGA mótaröðinni er algengt að hraði flata sé um 12 fet á stimpmeter, í þeirri evrópsku eru 11 fet meðaltalið.
Sjá hér myndband sem sýnir hvernig stimp-mæling er framkvæmd.