Kæru félagar,

Um helgina er höldum við í GKG Íslandsmót unglinga og því er Leirdalsvöllur lokaður til kl. 17:00  föstudag, laugardag og sunnudag.

Í ljósi þess eru fjórir möguleikar í boði:

  • Spila Mýrina
  • Nýta 50% afslátt á öðrum völlum innan vébanda GSÍ *
  • Spila einhverja af 14 vinavöllum GKG **
  • Koma og horfa á bestu unglinga landsins glíma við Leirdalsvöllinn ***

* Eftirfarandi er ákvörðun GSÍ: „Félagar þeirra klúbba sem halda Íslandsmeistaramót eða stigamót GSÍ geta leikið á öðrum golfvöllum með greiðslu 50% vallargjalds gegn framvísun félagsskírteinis, þegar áðurnefnd mót loka eðlilegum leik.“.  

** Á þessum hlekk má sjá vinavelli GKG https://gkg.is/um-gkg/vinaklubbar/?doing_wp_cron=1565974763.2230219841003417968750

*** Stöðuna á Íslandsmótinu er hægt að sjá í beinni á eftirfarandi hlekk:

https://www.golfbox.dk/livescoring/tour/?language=2057#/competition/2123645/leaderboard

Með GKG kveðjum,

Stjórn og starfsfólk GKG