Íslandsmóti golfklúbba lauk nú seinni partinn á Kiðjabergsvelli og var það Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar sem stóð uppi sem sigurvegari í 1. deild karla eftir sigur á Golfklúbbi Reykjavíkur 3-2. Karlasveitin fór ósigruð í gegnum mótið.

Kvennasveitin spilaði á Akranesi. Stelpurnar okkar mættu GR í undanúrslitum í gær og töpuðu þeim leik 4-1 en mættu svo tvíefldar til leiks í dag og nældu sér í bronsið með glæsilegum sigri á sveit GS 3,5-1,5.

Sem Íslandsmeistarar mun Karlasveit GKG taka þátt í evrópumóti golfklúbba seinna í haust.