Karlasveit GKG er komin í undanúrslit í sveitakeppni GSÍ sem fram fer í Vestmannaeyjum. Fyrstu tvær umferðirnar í riðlakeppninni fóru fram í dag og unnu okkar menn báðar sínar viðureignir, gegn GR og GA. Sveit Kjalar, fjórða sveitin í riðlinum, vann einnig bæði GR og GA í dag og er því einnig komin í undanúrslit. Á morgun fer fram þriðja og síðasta umferðin í riðlakeppninni, en þar mæta okkar menn Kjalarmönnum í hreinum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum. Eftir hádegi fara spila svo riðlarnir tveir í kross í undanúrslitum og á sunnudaginn fara leikir um sæti fram. Nú erum að gera að senda strákunum góðar hugsanir og óska þeim eins góðu gengi og í dag.

Kvennasveitinni hefur ekki gengið eins vel, en þær töpuðu óvænt gegn GA í 1. umferðinni. Enn er þó möguleiki fyrir stelpurnar og vonandi að þeim gangi betur um helgina.

Áfram GKG!