Hér fyrir neðan má sjá þau hópnámskeið sem eru í boði hverju sinni. Þessi námskeið eru opin öllum kylfingum, þú þarft ekki að vera félagsmaður til að taka þátt.

Vegna einka/parakennslu þá er best að hafa beint samband við PGA golfkennara, sjá upplýsingar um kennara GKG hér.

Einnig veitir íþróttastjóri GKG, Úlfar Jónsson fúslega allar upplýsingar í síma 8629204 eða ulfar@gkg.is

 

Námskeið í ágúst / september

Fjögurra skipta námskeið hjá Hlöðveri 

Þessi námskeið henta helst byrjendum og háforgjafarkylfingum. Áhersla er lögð á grunnatriðin í púttum, vippum og sveiflu, auk góðra æfinga til að vinna með í framhaldinu. 

Námskeiðin eru tvisvar í viku í tvær vikur, alls fjögur skipti. 

þri 20.8 – fim 22.8 – þri 27.8 – fim 29.8 

kl. 17:00 – 18:00 – Eitt sæti laust
kl. 18:00 – 19:00 – Eitt sæti laust
kl. 19:00 – 20:00 – Þrjú sæti laus

mán 26.8 – mið 28.8 – mán 2.9 – mið 4.9

kl. 17:00 – 18:00 
kl. 18:00 – 19:00

Staðsetning: Útiæfingasvæði GKG 

Hámark 5 í hverjum hópi
Verð kr. 13.000
Kennari: Hlöðver Guðnason, PGA kennari

Skráning og/eða fá nánari upplýsingar með því að senda póst á ulfar@gkg.is

Vegna einka/paratíma er best að hafa beint samband við Hlöðver eða Gunnlaug sem sjá um slíka kennslu.