Hér fyrir neðan má sjá þau hópnámskeið sem eru í boði hverju sinni. Þessi námskeið eru opin öllum kylfingum, þú þarft ekki að vera félagsmaður til að taka þátt.

Vegna einka/parakennslu þá er best að hafa beint samband við PGA golfkennara, sjá upplýsingar um kennara GKG hér.

Einnig veitir íþróttastjóri GKG, Úlfar Jónsson fúslega allar upplýsingar í síma 8629204 eða ulfar@gkg.is

Námskeið í maí

Þriggja skipta námskeið hjá Hlöðveri 

Þessi námskeið henta helst byrjendum og háforgjafarkylfingum. Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á grunnatriðin í púttum og vippum í fyrri tímanum og sveifluna í seinni tímanum, auk góðra æfinga til að vinna með í framhaldinu. 

Þriðjudaga 30.4 – 7.5 – fimmtudag 9.5 Í boði kl. 17-18 eða 18-19.

Staðsetning: Útiæfingaaðstaða GKG (til vara vegna veðurs: innandyra í Íþróttamiðstöðinni)

Hámark 5 í hverjum hópi
Verð kr. 10.000
Kennari: Hlöðver Guðnason, PGA kennari

 

Fjögurra skipta námskeið hjá Hlöðveri 

Þessi námskeið henta helst byrjendum og háforgjafarkylfingum. Áhersla er lögð á grunnatriðin í púttum, vippum og sveiflu, auk góðra æfinga til að vinna með í framhaldinu. 

Upplýsingar um dagsetningar koma von bráðar.

Staðsetning: Útiæfingaaðstaða GKG 

Hámark 5 í hverjum hópi
Verð kr. 13.000
Kennari: Hlöðver Guðnason, PGA kennari

Golfnámskeið fyrir 65 ára og eldri 

Á þessu námskeiði er lögð áhersla á liðleikaæfingar, stutta spilið og sveifluna. Í sveifluæfingum er notast við Trackman golfhermana. 

Fimmtudaga kl. 9:30-10:30 – 7.3 – 14.3 – 21.3 – 28.3

Fimmtudaga kl. 10:30-11:30 – 7.3 – 14.3 – 21.3 – 28.3 – UPPSELT

Staðsetning: Íþróttamiðstöð GKG
Hámark 8 manns í hverjum hópi.
Verð kr. 8.000
Kennari: Hlöðver Guðnason, PGA kennari

Skráning og/eða fá nánari upplýsingar með því að senda póst á ulfar@gkg.is