Hér fyrir neðan má sjá þau hópnámskeið sem eru í boði hverju sinni. Þessi námskeið eru opin öllum kylfingum, þú þarft ekki að vera félagsmaður til að taka þátt.

Vegna einka/parakennslu þá er best að hafa beint samband við PGA golfkennara, sjá upplýsingar um kennara GKG hér.

Einnig veitir íþróttastjóri GKG, Úlfar Jónsson fúslega allar upplýsingar í síma 8629204 eða ulfar@gkg.is

 

Vetrarnámskeið hjá Hlöðveri

Með frábærri inniæfingaaðstöðu í GKG er hægt að æfa markvisst allt árið um í kring. Nú eru hafnar framkvæmdir á æfingaaðstöðunni okkar í Kórnum sem verða tilbúnar í byrjun nóvember. Að þeim loknum verða sex básar með Trackman golfhermum líkt og eru að finna í Íþróttamiðstöðinni.

Hlöðver PGA kennari fer af stað með vetrarnámskeið nóvember. Lestu meira til að fræðast um það sem er í boði.

Hálfsmánaðarlegt vetrarnámskeið hjá Hlöðveri
Hefst 11. nóv, endar 4.maí með spilatíma, alls 12 skipti annan hvern mánudag
6 sveiflutímar með Trackman, 6 tímar í stutta spili
Tímar í boði annan hvern mánudag:

Kl. 18 – Uppselt
Kl. 19 – Uppselt
Kl. 20 – 1 sæti laust

Hámark 5 manns í hverjum hópi
Staðsetning: Kórinn
Verð kr. 40.000. Greiðslu skipt í tvennt, nóv og feb

Hálfsmánaðarlegt vetrarnámskeið hjá Hlöðveri
Hefst 18. nóv, endar 11.maí með spilatíma, alls 12 skipti annan hvern mánudag
6 sveiflutímar með Trackman, 6 tímar í stutta spili

Tímar í boði annan hvern mánudag:

Kl. 18 – Uppselt
Kl. 19 – Uppselt
Kl. 20 – Uppselt

Hámark 5 manns í hverjum hópi
Staðsetning: Kórinn
Verð kr. 40.000. Greiðslu skipt í tvennt, nóv og feb

Hálfsmánaðarlegt vetrarnámskeið hjá Hlöðveri
Hefst 21. nóv, endar 11.maí með spilatíma, alls 12 skipti annan hvern fimmtudag
6 sveiflutímar með Trackman, 6 tímar í stutta spili

Tímar í boði annan hvern mánudag:

Kl. 17 – Uppselt
Kl. 18 – Uppselt

Hámark 5 manns í hverjum hópi
Staðsetning: Kórinn
Verð kr. 40.000. Greiðslu skipt í tvennt, nóv og feb

Námskeiðslýsing
Farið verður markvisst yfir stutta spilið og sveifluna. Þátttakendur fá æfingaáætlun sem hjálpar þeim að æfa sig sjálf milli tíma. Notast verður við Trackman greiningartækið í 6 skipti af 12 á tímabilinu.

Námskeiðin henta breiðum hópi kylfinga á ólíkum getustigum. Þar sem einungis eru fimm nemendur í hverjum hópi þá eru námskeiðin einstaklingsmiðuð. Þetta er frábær leið til að hafa fastan æfingatíma í vetur, fá góðar leiðbeiningar og mæta síðan tilbúin(n) leiks næsta vor.

Til að skrá sig þarf eftirfarandi upplýsingar:

Nafn:
Kt. greiðanda:
Netfang:
Síma:

Sendið skráningarupplýsingar á ulfar@gkg.is

Vegna einka/paratíma er best að hafa beint samband við Hlöðver eða Gunnlaug sem sjá um slíka kennslu.