Það hefur verið mikið spurt um klippikort í golfhermana hjá okkur. Helstu ástæðurnar eru foreldrar sem kaupa inneign fyrir krakkana sína og eins eru kortin tilvalin sem tækifærisgjafir.
Kortin eru annars vegar 5 x 30 mín og hins vegar 10 x 30 mín. Fimm skipta kortið kostar kr. 7.500 (fyrir kl. 15:00 á virkum dögum) annars kr. 10.000,-. 10 skipta kortið kostar kr. 15.000,- (fyrir kl. 15:00 á virkum dögum) annars kr. 20.000,-.
Hægt er að kaupa kortin í verslun GKG sem er opin frá kl. 10:00 til kl. 22:00.
Staffið.