Það er enginn … ENGINN … sem kokkar betri kótilettur en vertinn okkar hann Viggi … ekki einu sinni Imba amma … blessuð sé minning hennar.

Viggi ætlar að bjóða okkur upp á herlegheitin í hádeginu föstudaginn 15. mars.

Þetta er sjaldgæft tækfæri sem allir GKG-ingar grípa fegins hendi og bjóða með sér vinum, vinnufélögum og/eða fjöldskyldu … tilvalið tækifæri til að t.d. styrkja böndin við fjarskylda ættingja!

Verð kr. 2.500,-

Góð regla að panta borð á vignir@gkg.is.

Kótilettunefnd GKG

(Sá sem þetta skrifar er meðvitað um að bannað er að auglýsa í efsta stigi ... þess vegna er rétt að taka fram að enginn er í þessu tilfelli miðstig stigbreygingarinnar ;-)