Kvennamót 29.maí – Úrslit

Home/Fréttir/Fréttir almennt/Kvennamót 29.maí – Úrslit

Kvennamót 29.maí – Úrslit

Þriðjudaginn 29. maí 2012 var 9 holu golfmót hjá konum í GKG í Mýrinni. Í þessu fyrsta móti sumarsins tóku þátt 83 konur og skemmtu sér vel. Úrslit mótsins eru eftirfarandi:

1.Helga Gunnarsdóttir, 22 punkta og fékk hún glerkertastjaka eftir listakonur úr kvennanefnd GKG

2.Ingibjörg Jóna Friðbertsdóttir, 21 punkt og fékk hún glerkertastjaka eftir listakonur úr kvennanefnd GKG

3.Greta Björgvinsdóttir, 20 punkta og fékk hún glerkertastjaka eftir listakonur úr kvennanefnd GKG

4.Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir, 20 punkta og fékk hún fata- og skótösku

5.Fríður Guðmundsdóttir, 19 punkta og fékk hún konfektkassa frá INNNES

 

Nándarverðlaun á 2. braut:    Elísabet Harðardóttir og fékk hún konfektkassa frá INNNES

Nándarverðlaun á 9. braut:    Guðrún Dröfn Eyjólfsdóttir og fékk hún konfektkassa frá INNNES

Lengsta Drive á 5. braut:        Bryndís Hinriksdóttir og fékk hún konfektkassa frá INNNES

 

Við mótslit var dregið út skorkortum og fengu fjölmargar konur ýmsan glaðning.

Vegna tæknivillu á golf.is eru ekki rétt úrslit á golf.is.

Næstu mót hjá GKG konum eru: Tveggja daga mót með GO konum, þriðjudaginn 12. júní hjá GO og þriðjudaginn 19. júní hjá okkur. Munið að skrá ykkur sem fyrst sjá frekari upplýsingar á heimasíðu okkar og GO. Þá er Sólstöðumót kvenna hjá okkur í GKG föstudagskvöldið 29. júní nk. en ekki 22. júní eins og stendur í áætlun kvennanefndar fyrir 2012. Mótið verður auglýst síðar, sjá mótaskrá.

 

Kvennanefndin

By |31.05.2012|