Við höldum áfram Föstudagshádegisbragðlaukaævintýri GKG

Sumir halda því fram að lundirnar séu besta kjötið af lambinu meðan aðrir halda því fram að það sé lærið, enn aðrir hryggurinn  en flestir ef ekki allir eru sammála því að hægeldaðir lambaskankar ala Viggi toppa flest ef ekki allt.

Nú höldum við GKG-ingar áfram að bjóða vinum, vandamönnum og/eða vinnufélögum í föstudagshádegi GKG þann 29. mars næskomandi.

Viggi býður uppá:

  • Hægeldaða gljáða lambaskanka
  • með flauelsmjúku kartöflumauki
  • ofnbökuðu grrænmeti – rauðvínsgljáa og bernaise sósu
  • Ásamt tilheyrandi meðlæti

Verð kr. 2.500,-

Síðastliðinn föstudag þurfti fólk frá að hverfa þar sem allt var fullt, því er lykilatriði að panta borð á vignir@gkg.is.

Með GKG kveðjum,

Lambaskankanefnd GKG