Golfvöllur GKG fær frábæra dóma í umsögn erlendra kylfinga á golfsíðunni www.leadingcourses.com.
Leirdalsvöllurinn hefur tekið stakkaskiptum síðustu tvö árin og nú er svo komið að erlendir kylfingar meta völlinn þann næstbesta hér á landi samkvæmt www.leadingcourses.com. Oddur fær bestu umsögnina eða 8,8, Keilir og GKG deila svo öðru sætinu saman með 8,0 í meðaleinkun golfvallar.
Eðli málsins samkvæmt, þá hallar á okkur hjá GKG þegar æfingasvæðin og klúbbhús eru borin saman. GKG vermir þar neðstu sætin. Sú niðurstaða kemur okkur ekki á óvart enda erum við nú á fullu að vinna að því að bæta þessi atriði í samstarfi við sveitafélögin.
Sundurliðun má lesa í meðfylgjandi töflu.