Leirdalsvöllur í hauslitunum
Það er allt útlit fyrir frábært veður á sunnudaginn og í ljósi þess ætlum við að hafa opið um helgina. Leirdalurinn er kominn í fallegan haustbúning og er völlurinn sjálfur í topp standi og hafa flatir ekki verið gataðar. Við höfum jafnframt ákveðið að bjóða utanklúbbs aðila sérstaklega velkomin um helgina og því höfum við lækkað vallargjaldið í kr. 4.000,- … sannkallað hausttilboð.

 

Hlökkum til að sjá ykkur,
Starfsfólk GKG