Lokapunktur Meistaramótsvikunnar er lokahófið. Ekkert verður til sparað í ár við að gera kvöldið sem skemmtilegast. Viggi vert mun galdra fram kræsingar eins og honum er einum lagið. Viðburðarnefndin mun sjá um skemmtiatriðin ala GKG, opna sviðið verður á sínum stað og umfram allt, þá veitum við verðlaun í öllum þeim flokkum sem spiluðu á meistaramótinu (með þeirri undantekningu þó að 14 ára og yngri hafa þegar haldið sitt lokahóf). Hápunkturinn er krýning nýrra klúbbmeistara. Siggi Hlö mun svo taka við stjórninni og skemmta okkur fram í rauða nóttina.

Athugið að miðafjöldi er takmarkaður því er mikilvægt að tryggja sér miða sem fyrst.