Nú eru haustvindar farnir að blása hraustlega og líka orðið kaldara sem fylgir haustinu. Kópavogshluti Leirdalsvallar (holur 4 – 12) lokuðu því í gær. Á þessum árstíma er orðið fátt um starfsfólk og því óhjákvæmilegt að minnka umfang vallarsvæðisins.
Einnig lokaði úti æfingahöggsvæðið og netin verið tekin niður fyrir veturinn. Bendum á að það er alltaf logn og 20° hiti hjá okkur í golfhermunum.
Vonandi geta meðlimir okkar notið þess að spila Mýrina og neðri hluta Leirdalsvallar marga daga og vikur áfram þrátt fyrir fækkun á holum sem opnar eru.
Kveðja
Vallarstjóri