Frá og með mánudeginum 26. maí næstkomandi verður æfingasvæði GKG lokað vegna endurbóta sem standa fyrir dyrum. Ætlunin er helluleggja allt sláttursvæðið og hreinsa til og gera aðstöðuna snyrtilegri og betri. Í framhaldi af því verða nýjar mottur fengnar auk kúluþvottavélar sem tengist við boltavélina. Er vonin að eftir þessar breytingar verði æfingasvæðið orðið mun betra en það er og því þægilegra að æfa sig að kappi á því.
Myndin hér að neðan sýnir útlit svæðisins eftir breytingu.
Stefnt er að því að opna svæðið aftur í síðasta lagi 6. júní
Við biðjum félagsmenn velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda, en teljum að menn skilji að mikil þörf sé á umbótum.
Stjórn og starfsfólk GKG.