Kæru félagar,
Punktamót GKG eða mánudagsmótaröðin hefst mánudaginn 12. Júní. Um er að ræða 7 mót og eru þrír bestu hringirnir sem telja.
Í ár ætlum við ekki að setja mótið upp sem mót á golf.is heldur geta félagsmenn sent beiðni um rástíma á gkg@gkg.is viku fyrir mót.
Mótaröðin er því bæði tilvalin fyrir þá einstaklinga vilja spila einn fastan dag í viku til forgjafar sem og hópa sem vilja forskrá sig.
Mótsgjaldið er kr. 1.500. Innifalið í mótsgjaldinu er 1.000 króna inneign hjá Vigni vert í Mulligan þannig að mótsgjaldið er ekki nema kr. 500,-
Verðlaunin eru:
- 20.000 kr. vöruúttekt frá N1, 10 skipta klippikort í golfherma GKG
- 20.000 kr. Vöruúttekt frá N1, 5 skipta klippikort í golfherma GKG
- 20.000 kr. inneign í Golfbúðinni
Allar nánari upplýsingar á heimasíðu GKG
https://gkg.is/motahald/punktamot-gkg/fyrirkomulag-punktamots-gkg-2015/