Markús Marelsson, sem er aðeins 11 ára gamall og klúbbmeistari 12 ára og yngri í fyrra í GKG, náði glæsilegum árangri á  Portúgölsku unglingamótaröðinni á Algarve um helgina 2.-3. mars þar sem hann keppti við efnilegustu kylfinga Portúgals.

Hann endaði í öðru sæti í höggleik og fyrsta sæti í höggleik með forgjöf í flokki drengja undir 12 ára. Hann spilaði hringina tvo á 81 og 76 (+9 og +4) á Dom Pedro Pinjal vellinum í Vilamoura sem er par 72 , og 5206 metra langur af U12 teigunum.

Fyrir mótið var hann með 12,5 í forgjöf og lækkaði hann niður í 9,1 með þessari frábæru spilamennsku.

Hér er hægt að skoða úrslit mótsins. Bara að scrolla niður á sub 12, Resultados og þá er hægt að skoða úrslitin og skorkortin í mótinu, bæði með og án forgjafar.

Við óskum Markúsi til hamingju með frábæran árangur!