Markvissar og skemmtilegar æfingar með Trackman – myndbönd

Home/Fréttir/Fréttir almennt/Markvissar og skemmtilegar æfingar með Trackman – myndbönd

Markvissar og skemmtilegar æfingar með Trackman – myndbönd

Við höfum útbúið nokkur stutt kennslumyndbönd með leiðbeiningum hvernig við getum nýtt okkur Trackman greiningartækin.

Æfingar innandyra með Trackman eru frábær leið til að æfa sveifluna markvisst og fá endurgjöf eftir hvert högg. Eftir æfinguna getum við jafnvel skoðað upplýsingar um öll högg sem voru slegin. Þetta er algjör bylting!

Við höfum útbúið nokkur myndbönd sem sýna það helsta sem þú þarft til að koma þér af stað og æfa þig með markvissum og skemmtilegum hætti þó það sé frost og snjór úti:

Skoðaðu myndbandið hér til að sjá hvernig á að opna TPS forritið og skrá sig inn.

Skoðaðu þetta myndband til að sjá hvernig við æfum með TPS, hvaða mæligildi þú átt að leggja áherslu á, a.m.k. í upphafi, og hvernig þú getur búið til og sent sjálfum þér skýrslu eftir æfinguna. 

 

Loks er hér er myndband sem sýnir hvernig hægt er að æfa í Trackman golfhermi líkt og við værum á golfvelli í E6 forritinu. Hægt er að velja t.d. innáhögg á fallega par 3 braut, eða æfa krefjandi teighögg á frægri og skemmtilegri par 4 eða par 5 braut.

Hér er hægt að skoða verðskrá Trackman golfhermana í GKG. GKG félagsmenn fá alltaf bestu verðin.

Hlökkum til að sjá þig á æfingu!

By |19.02.2018|