Ágætu félagar
Nú er skráning hafin í meistaramót GKG árið 2012. Mótið fer fram dagana 1.-7. júlí. Skráning fer fram inn á www.golf.is undir mótaskrá.
Greiða verður mótsgjald við skráningu í mótið en hægt er að gefa upp kreditkortanúmer við skráningu á netinu.
Einnig er hægt að ganga frá skráningu og greiðslu í golfverslun GKG.
Athugið að einhverjar breytingar hafa verið gerðar á uppsetningu mótsins og má sjá allar upplýsingar um forgjöf flokka, dagsetningar og velli í viðhengi fréttarinnar.
Fréttinni fylgir einnig áætlun um rásröð en nákvæm rástímaáætlun mun ekki liggja fyrir fyrr en skráningu í mótið lýkur þann 27.júní kl 16:00
Með kveðju
Mótanefnd GKG