Meistaramót GKG var haldið í síðustu viku. Um 380 þátttakendur tóku þátt í 25 flokkum. Veðrið lék við keppendur og leikhraði hélst nokkuð góður. Yngstu þátttakendurnir kepptu á Mýrinni og var lokahóf fyrir unglingaflokka haldið á miðvikudagskvöld. Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur aðstoðaði við verðlaunafhendingu og lauk hófinu með pylsuveislu. Lokahóf fyrir aðra flokka var haldið á laugardagskvöld þar sem Siggi kokkur reiddi fram glæsilegt grillhlaðborð og Sólmundur Hólm sá um skemmtiatriði. Við viljum þakka öllum þeim sem komu að mótinu fyrir frábæra viku og vonumst til að sjá sem flesta á Meistaramóti GKG 2013.