Meistarmót GKG – skráningarfrestur að renna sitt skeið

Home/Uncategorized/Meistarmót GKG – skráningarfrestur að renna sitt skeið

Meistarmót GKG – skráningarfrestur að renna sitt skeið

Kæru félagar,

Nú styttist í að við lokum fyrir skráningu á golfveislu okkar GKG-inga, Meistaramótinu.

Ótrúlegt en satt, þá er veðurspáinn öll að koma til, rigningin er að hvera úr kortunum og farið að sjást til sólu!

Öllu verður tjaldað til við að gera þetta mót að upplifun fyrir ykkur félagsmenn. Á hverjum degi verðum við með nándarverðlaun á einhverri par 3 holunni eins verður nándarverðlaun fyrir annað högg á 18. Sá aðili sem spilar á flestum punktum þann daginn fær fimm skipta klippikort í golfherma GKG. Lokahófið verður glæsilegt og mun viðburðarnefndin sjá um skemmtiatriði og Siggi Hlö sér um fjörið á eftir. Viggi vert mun galdra fram einhverja þær glæsilegustu veitingar sem sést hafa norðan Alpafjalla, og þó víðar væri leitað.

Allar upplýsingar um mótið má finna á þessum hlekk -> Meistaramót GKG

Skráning er á golf.is

Hlökkum til að sjá ykkur

Mótanefnd GKG

By |04.07.2018|