Minningarmót um Jón Ólafsson verður haldið laugardaginn 6. ágúst næstkomandi. Jón Ólafsson var um tíma formaður afreksnefndar GKG og starfaði ötullega að íþrótta- og afreksstarfi klúbbsins. Allur ágóði mótsins rennur til afreks- og íþróttasviðs GKG.
Mótið er punktakeppni með forgjöf og höggleikur án forgjafar. Glæsileg verðlaun eru fyrir fyrstu fimm sæti í punktakeppni, fyrstu þrjú sæti í höggleik, nándarverðlaun á öllum par 3 brautum og að lokum verður dregið úr skorkortum.
ATH þátttakendum er heimilt að velja sér teiga til að spila af. Tilkynna verður mótsstjórn af hvaða teigum þátttakendur ætla að spila séu þeir aðrir en gulir (karlar) og rauðir (konur).
Við viljum einnig minna á 2. umferð Holukeppni GKG. Henni skal vera lokið í síðasta lagi 31. júlí. Þeir sem eiga eftir að spila eru eindregið hvattir til þess að klára leiki sína sem fyrst.