Það er nóg framundan í mótahaldi í næstu viku, og allir geta fundið keppnisleið við sitt hæfi.

Mix mótaröðin fyrir byrjendur 16 ára og yngri, þ.e. þau sem eru með enga eða hámarksforgjöf. Mótið er 19. júní og fer skráning fram á golf.is eða hringja í golfverslun GKG 5657378. Rástímar eru milli 15-18.

Egils Kristals mótaröðin fer fram 18. júní og hentar þeim sem eru orðin vön að spila 18 holur á Leirdalsvelli og geta haldið góðum leikhraða. Skráningu lýkur 16. júní! Upplýsingar og skráning fer fram hér.

Áskorendamótaröð Íslandsbanka og GSÍ fer fram í Stykkishólmi laugardaginn 21. júní. Þessi mótaröð hentar vel þeim sem vilja taka næsta skref í keppnisreynslu sinni og leika annars staðar en á sínum heimavelli og kynnast krökkum úr öðrum félögum. Skráningu lýkur 18. júní. Upplýsingar og skráning fer fram á golf.is

Íslandsbankamótaröð GSÍ verður næst hjá Golklúbbnum Oddi 21.-23. júní, en þá fer fram Íslandsmótið í holukeppni. Þátttökurétt hafa 12 forgjafarlægstu stúlkurnar og 36 forgjafarlægstu drengir landsins. Skráningu lýkur 15. júní. Upplýsingar og skráning er á golf.is

Hér er hægt að skoða viðburðardagatal og sjá það helsta sem er á döfinni sumarið 2014.

Sumarkveðjur!

Úlfar Jónsson

Íþróttastjóri GKG