Árleg holukeppni golfklúbba er innanfélagsmótið, þar sem hinn almenni kylfingur á góða möguleika að verða klúbbmeistari og hljóta titilinn „Holumeistari GKG“. Þetta er mótið, þar sem allir eiga jafna möguleika á sigri, ekkert síður kylfingar með háa forgjöf.

Í holukeppni með forgjöf er það bara dagsformið sem ræður!

Mótið byrjar á úrtökumót fyrir hina eiginlegu holukeppni. Þeir 32, sem fá flesta punkta, komast áfram í sjálfa holukeppnina.

Fyrstu umferð í holukeppninni skal lokið eigi síðar en mánaðarmótin júní/júlí.

Önnur umferð skal fara fram á tímabilinu 9.-23 júlí og síðan áfram á ca 2ja vikna fresti. Gert er ráð fyrir að úrslitaviðureignin fari fram fyrstu vikuna í september og ræðst þá hver verður holumeistari GKG.

Verðlaunin eru veitt á aðalfundi klúbbsins í lok ársins þar sem fráfarandi holumeistari sem krýnir nýjan holumeistara!

Mótsstjóri árið 2015 er Agnar Már Jónsson

Tekjur af mótinu renna til trjárræktarnefndar.