Árleg holukeppni golfklúbba er innanfélagsmótið, þar sem hinn almenni kylfingur á góða möguleika að verða klúbbmeistari og hljóta titilinn „Holumeistari GKG“. Þetta er mótið, þar sem allir eiga jafna möguleika á sigri, ekkert síður kylfingar með háa forgjöf.

Í holukeppni með forgjöf er það bara dagsformið sem ræður!

Mótið byrjar á úrtökumóti fyrir hina eiginlegu holukeppni. Þeir 32, sem fá flesta punkta, komast áfram í sjálfa holukeppnina.

Lögð er fram leikáætlun hvert ár þar sem fram kemur hvenær hverri umferð skal lokið. 

Keppnisfyrirkomulag.
Hámarks leikforgjöf er 28.
Leikmaður ræður af hvaða teig hann leikur og tekur leikforgjöf hans mið af því. Nota skal grunnforgjöf eins og hún er, þegar leikur fer fram við útreikning leikforgjafar, þó með hámarksleikforgjöf 28. Forgjöf nýtist í samræmi við forgjafarröð vallarins. Sé annar leikmaður t.d. með 10 í forgjöf en hinn 18, fær forgjafarhærri leikmaðurinn forgjöf á hinn leikmanninn á holum 1-8 í forgjafarröð.
Í hverri umferð í holukeppninni eru leiknar 18 holur. Leika skal til úrslita í hverjum leik. Verði leikmenn jafnir eftir 18 holu leik skal leikið áfram og fyrsta unnin hola ræður úrslitum.

Gert er ráð fyrir að úrslitaviðureignin fari fram fyrstu vikuna í september og ræðst þá hver verður holumeistari GKG.

Verðlaunin eru veitt á aðalfundi klúbbsins í lok ársins þar sem fráfarandi holumeistari sem krýnir nýjan holumeistara!

Mótsstjóri árið 2019 er Sigurjón Sigurjónsson