Liðakeppni GKG 2019 – Leikreglur

1.gr

Lið verða dregin saman í riðla og síðar spiluð úrslitakeppni.  Fjöldi riðla fer eftir fjölda liða sem skrá sig til leiks (hámark 16 lið).  Leikið verður um öll sæti svo öll lið fái jafn marga leiki.  Þátttökugjald er 20.000 kr. á hvert lið.

2.gr

Leikfyrirkomulag: Í hverri umferð er leikinn einn fjórleikur með forgjöf (báðir kylfingar leika sínum bolta alla leið í holu og betra skorið gildir á holunni) og tveir tvímenningar með forgjöf. Leikin er holukeppni með forgjöf í öllum leikjum. Karlar leika á teigum 54 og konur á teigum 47. Hver leikur gefur eitt stig.  Ef leikur í riðlakeppninni endar jafn skal hætta leik og hvort lið fær ½ stig. Í úrslitakeppninni skal leikinn bráðabani með forgjöf og fá lið forgjöf á sömu holur og í hefðbundnum leik. Úrslit í riðlakeppni ráðast af fjölda þeirra stiga sem lið hljóta í keppninni. Verði sveitir jafnar að stigum ræður innbyrðis leikur. Ef enn er jafnt ræður fjöldi unninna leikja röð. Ef ekki fást úrslit eins og að framan greinir skal leika bráðabana frá 1. braut um röð. Bráðabani er leikinn með forgjöf.

3.gr

Búið er að setja tímamörk á hvenær hver umferð á að klárast. Hægt er að hafa samband við sindri@gkg.is bæði til að skrá lið og til að finna sameiginlegan leiktíma fram í tímann. Allar viðureignir leiks verða að vera leiknar samdægurs. Ekki er heimilt að slíta í sundur leiki.

4.gr.

Í hverju liði skal vera amk 4 leikmenn og að hámarki 7. Liðskipan liðs skal tilkynnt á leikdegi áður en leikur hefst. Fyrirliði skal fylla út eyðublað í verslun GKG. Áður en leikur hefst skiptast fyrirliðar á eyðublöðum.

  1. gr.

Hámarksleikforgjöf er 24 fyrir karla og 28 fyrir konur. Í tvímenningsleikjum er forgjöf mismunur á leikforgjöf keppenda. Dæmi: Leikmaður A fær 12 í vallarforgjöf og leikmaður B fær 16. Mismunurinn er 4 og fær því leikmaður B forgjöf á 4 erfiðustu holur vallarins. Í fjórleiknum leikur hver leikmaður hins vegar skv. sinni forgjöf að frádreginni forgjöf forgjafarlægsta leikmannsins í hollinu, dæmi:

  1. gr.

Að leik loknum skulu úrslitin færð á eyðublöðin og þeim skilað í verslun GKG eða ef úrslit nást ekki fyrr en eftir lokun verslunar þá í kassa í anddyri verslunarinnar (Hægt að komast inn með félagskorti).

  1. maí 2019

Mótanefnd GKG