Keppnisskilmálar

Meistaramót GKG 2019 – Leirdalur

Fyrirkomulag: Mótið er flokkaskipt innanfélagsmót. Leikinn er höggleikur í öllum flokkum nema í  3. og 4. flokki kvenna ásamt 5. og 4. flokki karla. Þar er leikin punktakeppni með fullri forgjöf. Í öldungaflokki 50 plús er keppt í höggleik annars vegar og punktakeppni hins vegar. Veitt eru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í báðum keppnum. Í öldungaflokki 65 plús er höggleikurinn með forgjöf þó þannig að ekki eru slegin eða skráð fleiri högg en 10 á holu. Í flokknum eru jafnframt veitt verðlaun í 1. sæti fyrir höggleik án forgjafar.

Börn og unglingar yngri en 17 ára (fædd 2002 eða yngri) hafa ekki leikheimild í fullorðinsflokkum nema þeir sem hafa þátttökurétt í meistaraflokki. Þátttökuréttur í meistaraflokki er sá sami og í Eimskipsmótaröðinni, þ.e. hámark 5,5 hjá körlum og 8,5 hjá konum.

Jafnframt áskilur mótsstjórn sér rétt til að sameina flokka ef skráning er dræm.

Bílar eru ekki heimilir í almennum flokkum án heimildar mótsstjórnar

Bílar eru heimilaðir í öldungarflokkum

Mótsgjald: Skal hafa verið greitt við skráningu í mótið

Verðlaun: Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Verðlaunaafhending fer fram á lokahófi mótsins sem fer fram laugardaginn 13. júlí. Fyrir flokka 14ára og yngri verður verðlaunaafhending þriðjudaginn 9. júlí

Jafntefli leyst:  Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasæti í höggleik skulu þeir leika bráðabana til úrslita. Verði tveir eða fleiri jafnir  í verðlaunasæti í punktakeppninni þá vinnur sá keppandi sem hefur fleiri punkta á síðustu 9 holunum. Ef það dugar ekki þá gilda síðustu 6, þá síðustu 3 og loks síðustu holu. Ef enn er jafnt skal varpa hlutkesti.

Leikhraði: Hámarkstími til að ljúka umferð er 4 klst og 20 mín fyrir þriggja manna ráshóp. Sjá annars almenna keppnnisskilmála um leikhraða.

Mótsstjórn: Yngvi Sigurjónsson, Jón K. Baldursson, Agnar Már Jónsson, Bergsveinn Þórarinsson og Úlfar Jónsson