(Ath hér að neðan eru staðarreglurnar fyrir 2017, búast má við því að þær taki breytingum fyrir 2018)

Staðarreglur fyrir Leirdalsvöll meistaramót 2017 

Út af (Out of Bounds (Regla 27):

Vallarmörk eru girðingar umhverfis völlinn og hvítar stikur.

Íþróttamiðstöðin og svalir hennar eru út af.

Neðra torg við íþróttamiðstöð sem afmarkast af hvítum stikum og kantsteini við malbik er út af.

Þegar 15. hola er leikin er svæðið vinstra megin við hvítu stikurnar út af.

Þegar 16. hola er leikin er svæðið vinstra megin við hvítu stikurnar út af.

Hindranir:

Steinar í glompum eru hreyfanlegar hindranir.(Regla 24-1)

Eftirtaldir hlutir eru óhreyfanlegar hindranir (Regla 24-2)  (Vítislaus lausn)

  • Jarðfastir steinar á snöggslegnu svæði á leið.
  • Trébekkir, ruslafötur og kúluþvottavélar.
  • Umferðagirðing framan við flöt á 6. holu.
  • Fjarlægðarhælar.
  • Hvítar stikur milli hola sem merkja vallarmörk á öðrum holum en þeirri sem er verið að leika.

Bætt lega:

Samskeyti skorinna grasþakna á leið, en ekki þökurnar sjálfar, teljast grund í aðgerð. Truflun vegna samskeytanna á stöðu leikmannsins telst ekki sem slík truflun samkvæmt reglu 25-1. Liggi boltinn í eða snerti samskeytin, eða þau trufla fyrirhugað sveiflusvið, fæst lausn samkvæmt reglu 25-1. Öll samskeyti innan svæðis skorinna grasþakna teljast hluti sömu samskeytanna.  ATH að nýlagðar grasþökur á 16. holu eru ekki grund í aðgerð en lausn fæst frá samskeytum samkvæmt texta hér ofar.

Leyfilegar færslur eru kylfulengd á snöggslegnu svæði á leið og púttershaus á flötum. Við færslu samkvæmt þessari reglu skal ávallt merkja boltann áður en honum er lyft. Sjá nánar í sýnishornum af staðarreglum, Viðauka I grein 3b „Bætt lega“ og „Vetrarreglur“ blaðsíðu 143-144 í Golfreglum GSÍ 2016-2019.

Bolti hreyfist af slysni á flöt:

Reglum 18-2, 18-3 og 20-1 er breytt sem hér segir:

Þegar bolti leikmanns liggur á flöt er það vítalaust ef boltinn eða boltamerkið er hreyft af slysni af leikmanninum, samherja hans, mótherja, kylfubera annars þeirra eða útbúnaði.

Boltann eða boltamerkið verður að leggja aftur eins og tilgreint er í reglum 18-2, 18-3 og 20-1.

Þessi staðarregla á aðeins við þegar bolti eða boltamerki leikmanns liggur á flötinni og hreyfing verður af slysni.

Ath.: Ef úrskurðað er að bolti leikmanns á flötinni hafi hreyfst vegna vinds, vatns eða annarra náttúrulegra orsaka, s.s. þyngdarafls, skal leika boltanum þar sem hann stöðvast. Hreyfist boltamerki af þessum orsökum er það lagt aftur á fyrri stað.

Trjákurl í trjábeðum er lausung.

Fallreitir á 4. og 10. holu:

Sé bolti í blámerktu svæði vinstra megin við stíg á 4. holu eða vinstra megin við flöt á 10. holu má leikmaður (i) slá boltann þar sem hann liggur, (ii) fara eftir reglu 25-1 eða (iii) sem valkost til viðbótar láta bolta falla vítalaust á merktan fallreit.

Fallreitur á 15. holu:

Sé bolti í eða það sé vitað eða nánast öruggt að bolti sem ekki hefur fundist sé í vatnstorfæru við leik á holu 15, má leikmaðurinn (i) fara að samkvæmt reglu 26, eða  (ii) sem valkost til viðbótar láta bolta, gegn einu vítahöggi, falla á fallreitinn.

Tæki til að mæla fjarlægð:

Við leik á vellinum má leikmaður afla sér upplýsinga um fjarlægð með því að nota fjarlægðarmæli.Ef, á meðan fyrirskipuð umferð er leikin, leikmaður notar fjarlægðarmæli til að mæla eða meta aðrar aðstæður sem gætu haft áhrif á leik hans (s.s.hæðarmun, vindhraða, o.s.frv.) er leikmaðurinn brotlegur við reglu 14-3.

Leikhraði og truflun:

Leikmaður og kylfuberi hans skulu tryggja að rafeindatæki, svo sem GSM símar, sem þeir nota valdi ekki truflun á leik. Hér er átt við bæði hljóð (hringingar) og tafir á leik (símtöl) (regla 6.7)

Víti fyrir brot á staðarreglu: Höggleikur – tvö högg.

Að  öðru leyti skal leika eftir reglum “Rules of golf as approved by R&A Rules Limited and The United states Golf Association”

Dómarar: 8637373 og 8637350