Staðarreglur fyrir Leirdalsvöll júlí 2019 (þ.m.t. Meistaramót GKG 2019)

 

Vallarmörk og út af (Regla 2.1):

Vallarmörk eru girðingar umhverfis völlinn og hvítar stikur.

Íþróttamiðstöðin og svalir hennar eru út af.

Neðra torg við íþróttamiðstöð sem afmarkast af hvítum stikum og kantsteini við malbik er út af.

 

Við leik á 15. holu og 16. holu er svæðið vinstra megin við holuna út af. Þessi vallarmörk eru skilgreind af hvítum stikum. Stikurnar eru vallarmarkahlutir við leik á 15. og 16. holu. Á öðrum holum eru stikurnar óhreyfanlegar hindranir.

 

Óhreyfanlegar hindranir

Allar stikur sem lýsa fjarlægð frá holu (fjarlægðarstikur) á vellinum eru óhreyfanlegar hindranir sem lausn er veitt frá samkvæmt reglu 16.1 (Óeðlilegar vallaraðstæður – þar á meðal óhreyfanlegar hindranir). Engin lausn fæst samkvæmt reglu 15.2 (Hreyfanlegar hindranir).

Víti fyrir að leika bolta af röngum stað í bága við staðarregluna: Almenn víti samkvæmt reglu 14.7a.

 

Samskeyti skorinna grasþakna
Ef bolti leikmanns liggur í eða snertir samskeyti grastorfa og samskeytin trufla fyrirhugað sveiflusvið leikmannsins:

(a) Bolti á almenna svæðinu. Leikmaðurinn má taka lausn samkvæmt reglu 16.1b. (Lausn frá óeðlilegum vallaraðstæðum – lausn vegna bolta á almenna svæðinu).

(b) Bolti á flötinni. Leikmaðurinn má taka lausn samkvæmt reglu 16.1d (Lausn frá óeðlilegum vallaraðstæðum – lausn vegna bolta á flötinni).

Þó er truflun ekki fyrir hendi ef samskeytin trufla einungis stöðu leikmannsins.

Öll samskeyti innan sama svæðis tyrfingar teljast sömu samskeytin þegar lausn er tekin. Þetta merkir að ef leikmaður hefur truflun frá einhverjum samskeytanna eftir að hafa látið boltann falla verður leikmaðurinn að fara að eins og fram kemur í reglu 14.3c(2), jafnvel þótt boltinn liggi innan einnar kylfulengdar frá viðmiðunarstaðnum.

Víti fyrir að leika bolta af röngum stað í bága við staðarregluna: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a.

Bætt lega á snöggslegnu svæði:

Þegar bolti leikmanns liggur innan almenna svæðisins og þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar, má leikmaðurinn taka vítalausa lausn einu sinni áður en högg er slegið, með því að leggja upphaflega boltann eða annan bolta innan þessa lausnarsvæðis og leika honum þaðan.

  • Viðmiðunarstaður: Staðurinn þar sem boltinn liggur (sjá reglu 14.1)
  • Stærð lausnarsvæðis, mæld frá viðmiðunarstað: Ein kylfulengd frá viðmiðunarstað, en með eftirfarandi takmörkunum:
  • Takmörk á staðsetningu lausnarsvæðis
    • Það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og
    • Það verður að vera á almenna svæðinu.

Þegar farið er eftir þessari staðarreglu verður leikmaðurinn að velja stað til að leggja boltann og fara eftir aðferðum við að leggja bolta aftur samkvæmt reglu 14.2b(2) og 14.2e.

Víti fyrir að leika bolta á röngum stað í bága við staðarregluna: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a.

 

Fallreitur á 15. holu:

Ef bolti er innan vítasvæðis við leik á 15. holu, þar á meðal þegar það er vitað eða nánast öruggt að bolti sem ekki hefur fundist stöðvaðist innan vítasvæðisins, má leikmaðurinn taka aðra af eftirfarandi lausnum, gegn einu vítahöggi.

  • Taka lausn samkvæmt reglu 17.1 (Möguleikar vegna bolta þíns innan vítasvæðis)
  • Sem viðbótar möguleika, láta upphaflega boltann eða annan bolta falla innan fallreitsins sem staðsettur er fyrir fram fremri teiga 15.holu, afmarkaður með hvítri málningu og merktur „FR“. Fallreiturinn er lausnarsvæði samkvæmt reglu 14.3 (a. Að láta falla innan lausnarsvæðis)

Víti fyrir að leika bolta af röngum stað í bága við staðarregluna: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a.

 

Leikhraði og truflun:

Leikmaður og kylfuberi hans skulu tryggja að rafeindatæki, svo sem GSM símar, sem þeir nota valdi ekki truflun á leik. Hér er átt við bæði hljóð (hringingar) og tafir á leik (símtöl) (regla 1.2)

 

Víti fyrir brot á staðarreglu: Almennt víti (Höggleikur – tvö högg, Holukeppni – holutap)

Að  öðru leyti skal leika eftir reglum “Rules of golf as approved by R&A Rules Limited and The United states Golf Association”