VITAgolf – Mánudagsmótaröð GKG er innanfélagsmót sem sett var á laggirnar árið 2015. Í mánudagsmótaröðinni á hinn almenni kylfingur góða möguleika á því að hljóta titilinn Punktameistari GKG, frá og með árinu 2018 er keppt í kvenna- og karlaflokki. Hér eiga því kylfingar jafnan möguleika á sigri, óháð kyni, aldri eða forgjöf (allt að 36).

ATH þegar þið skráið ykkur á teig skuluð þið velja hvaða teig þið ætlið að spila á. Leiðbeiningar hvernig það er gert má sjá með því að smella hér. Þeir aðilar sem skila skorkorti með engri eða rangri leikforgjöf/vallarforgjöf fá frávísun á viðkomandi hring. Ef réttur teigur er hringaður á skorkortinu, jafngildir það réttri leikforgjöf.

Upplýsingar um VITAgolf – Mánudagmótaröð GKG 2019

Reglur VITAgolf – Mánudagsmótaraðar GKG

Sigurvegarar fyrri ára

Leiðbeiningar fyrir skráningu í VITAgolf  mánudagsmótaröð GKG