GKG býður upp á margs konar lausnir fyrir aðila sem vilja halda mót á völlum klúbbsins. Getur verið um að ræða 10 manna vinahóp sem keppir innbyrðis eða stórt boðsmót þar sem boðið er upp á veitingar fyrir og eftir hring. Starfsfólk GKG leggur sig fram við að aðstoða þá sem sækja klúbbinn heim með að halda mót og getur tekið að sér alla framkvæmd tengda mótinu.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Agnar Má Jónsson, framkvæmdastjóra GKG: agnar@gkg.is. Gott er að bóka með góðum fyrirvara, sérstaklega ef um stærri viðburði er að ræða.

Neðantalin eru bara dæmi um þá þjónustu sem við höfum upp á að bjóða:

Fyrirtækjamót:
GKG býður fyrirtækjum að halda mót starfsmanna eða viðskiptamanna á Vífilsstaðavelli. Mótafyrirkomulag getur verið með hvaða sniði sem er og eru starfsmenn GKG reiðubúnir að aðstoða við undirbúning og utanumhald móta.

Ýmist er um að ræða mót þar sem vellinum er lokað og viðkomandi fyrirtæki hefur allt vallarsvæðið til afnota fyrir sig og sína gesti. Þá hafa fyrirtæki möguleika á að bjóða sínum gestum upp á golfkennslu hjá lærðum kennurum Golfskóla GKG auk þess að eiga þess kost að leika með atvinnukylfingum klúbbsins.

Allar stærðir af mótum má halda á Vífilsstaðavelli og er framkvæmd og undirbúningur mótanna í góðum höndum hjá okkur.

Meðal ángæðra viðskiptavina á undanförnum árum má nefna Atlantsolía, Lýsingu, SPRON, Deloitte, Securitas, VÍS og fleiri stórfyrirtæki sem öll hafa haldið stór boðsmót hjá okkur.

Litlir hópar:
Á Vífilsstaðavelli er kjörin aðstaða til þess að halda mót fyrir smærri hópa, 20-50 manns. Gildir þá einu hvort um er að ræða fyrirtækjahópa, vinahópa eða aðra hópa sem vilja spila á góðum velli í fallegu umhverfi.

Hægt er að bóka Vífilsstaðavöll með góðum fyrirvara á einhverjum vikudegi í sumar og fá starfsmenn GKG til að sjá um allan undirbúning og alla útreikninga og aðra aðstoð við framkvæmd móta.

Leiga á vellinum:
Golfklúbbur GKG hefur 27 holur yfir að ráða , þar af eru 18 í landi Vífilsstaða og 9 í Leirdal í Kópavogi. Leirdalsvöllurinn var opnaður formlega vorið 2007 en þá fór fram Landsmót UMFÍ í Kópavogi.
Núverandi félagsheimili er staðsett við Vífilsstaðaveg í Garðabæ og æfingasvæði klúbbsins við Vetrarveg í landi Vífilsstaða í Garðabæ.

Hægt er að leigja völlinn undir hin ýmsu tækifæri, annaðhvort ofangreind fyrirtækjamót eða til dæmis kennsludag fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Möguleikarnir eru endalausir.