Takið næsta fimmtudagskvöld frá fyrir GKG félagsvistina!

Það voru 32 einbeittir og kátir GKG-ingar sem blésu á öll veður um miðjan janúar, mættu til leiks í fyrstu félagsvist vetrarins og höfðu það gaman saman undir spilum, kaffimauli og spjalli. Eins og áður var það GKG-ingurinn knái hann Einars Gunnar Guðmundsson sem stjórnaði þessum skemmtilegheitum. Það voru svo þau Kristlaug Sigríður Sveinsdóttir og Sverrir Frímannsson sem unnu félagsvistina þetta kvöldið og voru leyst út með verðlaunum í formi gjafabréfa í hina vinsælu golfherma GKG og Síríus rúbín súkkulaði og ku það vera hin allra besta blanda.

Næsta félagsvist GKG verður í íþróttaskálanum fimmtudaginn 6. febrúar kl. 19:30. 

Engin skráning, bara mæta með góða GKG andann upp á vasann og 500 kall fyrir kaffimaulinu.