Það kom að því að fyrsta alvöru næturfrostið myndi heimsækja okkur og gerðist það nú í nótt, þegar þetta er skrifað þá er rétt rúmlega -2 gráður á vellinum.
Við þurfum að bregðast við því og loka vellinum til kl 10:00 og vonandi verður hægt að opna þá.
Það er góð regla fyrir kylfinga að muna og það er að fara ekki inn á frosnar og hrímaðar flatir því það getur valdið skemmdum á grasinu.
Einnig má taka fram að vetrarvöllurinn er tilbúinn til leiks og geta kylfingar nýtt sér hann þegar svona staða kemur upp og einnig verður hann opinn í allan vetur.
Kveðja
Vallarstjóri