Nú er búið að skipuleggja nýliðanámskeið GKG árið 2008. Námskeiðin eru ætluð nýjum GKG-félögum sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfinu og hafa ekki fengið fengið forgjöf. Aðrir nýjir félagar sem koma úr öðrum klúbbum og hafa forgjöf þurfa ekki að taka námskeiðið.

 

Kennslan verður með hefðbundnu sniði og undanfarin ár og er hún í höndum þjálfara klúbbsins: Úlfars Jónssonar íþróttastjóra, Dericck Moore afreksþjálfara og Haraldar Þórðarsonar unglingaleiðbeinanda. Allir hafa þeir lokið PGA golfkennaramenntun.

 

Smellið hér til að sækja um námskeið

 

Smellið hér til að sjá tímasetningar námskeiðanna í ár

 

Einnig eru margar gagnlegar upplýsingar fyrir nýliða að finna undir flipanum "Nýliðar" hér vinstra megin á síðunni.