Námskeið framundan hjá GKG í mars og apríl

Home/Fréttir/Fréttir almennt/Námskeið framundan hjá GKG í mars og apríl

Námskeið framundan hjá GKG í mars og apríl

Við þökkum frábærar mótttökur á golfnámskeiðum okkar sem hafa verið í boði í vetur. Það er ljóst að GKG félagsmenn hafa mikinn metnað og ætla að koma vel undirbúin til leiks í vor!

Þessi námskeið eru framundan og hægt er að skrá sig nú þegar eða fá frekari upplýsingar hjá ulfar@gkg.is/8629204.

Trackman hádegisnámskeið í mars (fjögur skipti)
Þriðjudaga 6.3 – 13.3 – 20.3 – 27.3 kl 12-13
Staðsetning: Íþróttamiðstöð GKG
Verð kr. 22.000
Kennari: Gunnlaugur Elsuson, PGA golfkennari
Námskeiðslýsing:  Golfsveiflan er þjálfuð markvisst með Trackman greiningartækinu í Íþróttamiðstöð GKG. Sveiflan er greind og nemandi fær markvissar æfingar til að vinna með milli tíma. Hámark 5 nemendur í hópnum svo hver og einn fær persónulega nálgun. 

Kvöldnámskeið hjá Hlöðveri í Kórnum í mars (tvö skipti)
Miðvikudaga 14.3 – 21.3  
kl 18-19; 19-20; 20-21
Staðsetning: Kórinn
Verð kr. 6.500
Kennari: Hlöðver Guðnason, PGA golfkennari
Námskeiðslýsing:  Aðeins fimm manns að hámarki eru í hverjum hópi og því persónuleg nálgun á námskeiðunum. Námskeiðið hentar breiðum hópi kylfinga, allt frá lág- til háforgjafarkylfinga. Á námskeiðunum er lögð áhersla á grunnatriðin, sem og markvissar og góðar æfingar fyrir hvern hluta leiksins.

Kvöldnámskeið hjá Gulla í Kórnum í apríl (fjögur skipti)
Mánudaga 9.4 – 16.4 – 23.4 – 30.4
kl 17-18; 18-19; 19-20; 20-21
Staðsetning: Kórinn
Verð kr. 13.000
Námskeiðslýsing:  Aðeins fimm manns að hámarki eru í hverjum hópi og því persónuleg nálgun á námskeiðunum. Námskeiðið hentar breiðum hópi kylfinga, allt frá lág- til háforgjafarkylfinga. Á námskeiðunum er lögð áhersla á grunnatriðin, sem og markvissar og góðar æfingar fyrir hvern hluta leiksins.
Kennari: Gunnlaugur Elsuson, PGA golfkennari

Jóganámskeið í apríl
Námskeið 9.4 – 3.5 – 4 vikur/átta skipti (tvisvar í viku, mán og mið)
Kl. 18:00 – 19:10
Staðsetning: Fundarherbergi í Íþróttamiðstöð GKG
Verð kr. 12.000
Kennari: Birgitta Guðmundsdóttir
Námskeiðslýsing: Jóganámskeiðin eru tilvalin leið til að liðka og styrkja líkamann. Líkamleg og andleg bæting á þessu sviði lengir höggin og gerir leikinn skemmtilegri. Námskeiðið hentar vel fyrir alla sem stunda golf, byrjendum sem lengra komnum og báðum kynjum.

 

By |20.02.2018|