Kæru félagsmenn.

Á morgun laugardag erum við að ljúka Nettó – unglingamótaröð GKG. Okkur langar til að benda ykkur á það að þið eigið rétt á því að spila aðra velli innan vébanda GSÍ á 50% afslætti. Einnig bendum við á fjölmarga vinnavelli GKG sem má finna hér.

Það er líka mikil stemning að kíkja á völlinn og fylgjast með okkar bestu unglingum spila hágæðagolf. Oft myndast frábært stemning á svölunum á klúbbhúsinu og gaman að sjá innáhöggin hjá þessum snillingum.

Hægt er að sjá rástíma með því að smella hér

Hægt er að sjá stöðuna holu fyrir holu með því að smella hér

Bestu kveðjur,

Starfsfólk GKG