Niðjamót GKG verður haldið laugardaginn 30. júní nk.
Keppnin er punktakeppni þar sem spilað er eftir Greensome fyrirkomulagi þar sem tveir og tveir eru saman í liði. Báðir slá af teig, liðið velur bolta
sem það vill spila. Sá sem ekki á upphafshöggið slær annað högg og síðan til skiptis. Hvert lið verður að vera þannig samansett að annar leikmaður leikur með barni sínu, barnabarni eða tengdabarni.
Vinningar eru veittir fyrir þrjú efstu sætin og nándarverðlaun á öllum par 3 holum.
Súpa og brauð fyrir alla eftir leik.
Ræst verður af öllum teigum kl. 08:30
Skráning í mótið er hafin á golf.is – Mótsgjald er kr. 7.000 fyrir liðið