Annað árið í röð eru félagsmenn GKG að setja met í þátttöku á Meistaramótinu. Núna hafa 261 félagsmaður skráð sig til leiks og hafa aldrei verið fleiri sem hafa tekið þátt. Fyrra metið var slegið í fyrra þegar 255 voru skráðir og þar áður árið 2003 þegar 251 skráðu sig til leiks.

Skráning stendur yfir til klukkan 24:00 í kvöld, þannig að hver fer að verða síðastur að skrá sig.