Námskeiðin vinsælu hjá Hlöðveri halda áfram, og nú er hægt að skrá sig á námskeið sem hefjast í næstu viku, 5.-8. september. Námskeiðin henta breiðum hópi kylfinga, allt frá háforgjafarkylfingum til lengra komna. Námskeiðin eru opin öllum, ekki einungis félagsmönnum GKG. Hópastærð er takmörkuð við 5 manns þannig að hver og einn fær persónulega nálgun.
Mikill sveigjanleiki er hvað varðar skráningu, en það er hægt að skrá sig í eins skiptis námskeið, eða skrá sig þess vegna á öll fjögur skiptin sem eru í boði.
Hvert skipti kostar kr. 2.500. Skráning er hjá ulfar@gkg.is. Lágmarks skráning í hvern tíma er 3 kylfingar. Annars fellur tími niður eða reynt verður að sameina við aðra hópa.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit fyrir námskeiðin sem eru í boði í næstu viku. Námskeiðin eru blönduð kk og kvk:
Pútt- og vippnámskeið – áhersla á grunnatriði pútta og vippa og góðar æfingar.
5. september kl 17 – 18, kl 18 – 19
Pitch og glompunámskeið – áhersla á grunnatriði styttri innáhögga og högga úr glompum.
6. september kl 17 – 18, kl 18 – 19
Sveiflunámskeið – áhersla á lengri högg með millijárnum, brautartrjám og dræver.
7. september kl 17 – 18, kl 18 – 19
Sveiflunámskeið – áhersla á lengri högg með millijárnum, brautartrjám og dræver.
8. september kl 17 – 18, kl 18 – 19
Kennari er Hlöðver Guðnason, PGA golfkennari og GKG meðlimur (hlodverg@simnet.is / 861 1407).
Greitt skal áður en námskeið hefst.
Greiðsluupplýsingar GKG: Banki 0318 – 26 – 176, kt. 650394-2089
Skýring: v/námskeið og nafn. Senda kvittun á ulfar@gkg.is
Kennsla og æfingaboltar eru innifalnir. Kennslan fer fram á æfingasvæðum GKG, mæting ávallt við pallana við áhaldahúsið.
Nánari upplýsingar gefur undirritaður.
Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG
ulfar@gkg.is
8629204