Nú mætir hann Hlöðver okkar PGA kennari galvaskur og býður ykkur upp á tveggja skipta námskeið. Það er nóg eftir af golftímabilinu og því upplagt að fá góða kennslu sem hjálpa til við að lækka forgjöfina. 

Staðan 17.9

Járnahögg og dræv 18.9 og 25.9 – einstaklingsmiðuð ráð varðandi langa spilið.
Mánudagar kl. 17-18 – tvö sæti laus; 18-19 – eitt sæti laust 

Járnahögg og dræv 20.9 og 27.9 – einstaklingsmiðuð ráð varðandi langa spilið.
Miðvikudagar kl. 17-18 – eitt sæti laust; 18-19 – tvö sæti laus

Verð er kr. 6.500 per mann. Fjöldi í hverjum hópi er 5 manns

Innifalið í gjaldinu er kennsla og æfingaboltar. Námskeiðin eru opin öllum, hvort sem eru félagsmenn eða ekki. Námskeiðin henta kylfingum á breiðu getustigi og eru einstaklingsmiðuð.

Nánari upplýsingar gefur Úlfar íþróttastjóri, ulfar@gkg.is. Skráning er framkvæmd með því fylla inn viðeigandi upplýsingar (hér fyrir neðan) og senda á undirritaðan.

Námskeiðin fara fram á æfingasvæðum GKG. 

Skráning á námskeið á …. kl.
Nafn:
Kt.:
Netfang:
GSM:
Forgjöf:

Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG