Skráning á nýliðanámskeið GKG er hafin, en þessi námskeið eru ætluð nýjum félögum sem eru að stíga fyrstu skrefin í golfinu og hafa ekki fengið forgjöf. Nýjir félagar sem koma úr öðrum klúbbum og hafa fengið forgjöf eða áður tekið þátt á nýliðanámskeiði á vegum golfklúbbs, þurfa ekki að taka námskeiðið. Gjald per þátttakanda er kr. 6.000 og er innifalið í því tæknikennsla, spilkennsla og reglufræðsla samkvæmt neðangreindu skipulagi, auk námskeiðsgagna. Auk þessa fá þátttakendur fræðslu um almenna starfsemi GKG og golfvelli félagsins, og notkun golf.is vegna skráningu rástíma og utanumhalds um forgjöf.

Eftirfarandi tafla sýnir tímasetningar sem eru í boði, hámarksfjöldi á hverju námskeiði 16 manns. Skráning fer fram á hlekkjum fyrir neðan tímatöfluna.

Kennarar GKG, Úlfar Jónsson, Derrick Moore og Hlynur Þór Haraldsson sjá um námskeiðin. Kjartan Bjarnason, yfirdómari GKG og Landsdómari sér um regluhluta námskeiðsins.

Hópur 1 Dags. og tími Mæting Kennarar
Sveifla og stutta spil 7.maí 17 – 19 GKG skáli Derrick og Úlfar
Spilkennsla 9.maí 17 – 18:45 GKG skáli Derrick og Úlfar
Reglufundur 15.maí 20 – 22 GKG skáli Kjartan
Hópur 2 Dags. og tími Mæting Kennarar
Sveifla og stutta spil 14.maí 17 – 19 GKG skáli Hlynur og Derrick
Reglufundur 15.maí 20 – 22 GKG skáli Kjartan
Spilkennsla 16.maí 17 – 18:45 GKG skáli Hlynur og Derrick
Hópur 3 Dags. og tími Mæting Kennarar
Sveifla og stutta spil 4.jún 17 – 19 GKG skáli Hlynur og Úlfar
Reglufundur 5.jún 20 – 22 GKG skáli Kjartan
Spilkennsla 6.jún 17 – 18:45 GKG skáli Hlynur og Úlfar

Smelltu hér til að skrá þig í hóp 1

Smelltu hér til að skrá þig í hóp 2

Smelltu hér til að skrá þig í hóp 3

Frekari upplýsingar veitir undirritaður.

Með bestu kveðjum,

Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG
ulfar@gkg.is
S: 862 9204