Nýliðastefna GKG

Nýliðanefnd GKG hefur mikinn metnað til þess að byggja upp góða kylfinga til framtíðar og hefur nefndin því útbúið kerfisbundna fræðslu fyrir nýliða sem ganga í raðir GKG sem miðar að því að hjálpa fólki með golftæknina og kynna þeim golfreglurnar sem og siðareglur. Það er von nefndarinnar að þetta verði til þess að okkar nýliðum líði vel á golfvellinum og fyrir klúbbinn skilar þetta ánægðari kylfingum, betri umgengni og leikhraða.

GKG býður upp á nýliðanámskeið á hverju vori fyrir nýja félagsmenn sem eru byrjendur. Námskeiðið er byggt upp á verklegri tækniþjálfun í grunnatriðum pútta, vippa og sveiflu. Einnig er boðið upp á reglufræðslu, sem er í höndum dómara klúbbsins. Loks er spilakennsla þar sem þjálfarar leika völlinn og útskýra golf- og siðareglur. 

Til að hjálpa nýliðum enn frekar að ná tökum á íþróttinni, þá er boðið upp á vikulega tíma frá lok maí til lok júlí. Þessi námskeið eru innifalin í námskeiðsgjaldinu (kr. 11.000 árið 2018)

Krafist er af nýliðum klúbbsins, sem og eldri félögum, að þeir gangi vel um völlinn og að þeir hafi grunnþekkingu á reglum. 

Golfskóli GKG býður upp á almenn námskeið allt árið um kring. Upplýsingar um námskeið í boði er að finna í fréttum á heimasíðu GKG. Einnig hægt að hafa samband við Úlfar íþróttastjóra í síma 862 9204 eða ulfar@gkg.is

Skráning á nýliðanámskeið GKG 2018

Nýliðanámskeiðin eru EINUNGIS ÆTLUÐ NÝJUM FÉLÖGUM Í GKG sem eru að stíga fyrstu skrefin í golfinu. Nýjir félagar sem koma úr öðrum klúbbum og hafa fengið forgjöf eða áður tekið þátt á nýliðanámskeiði á vegum golfklúbbs, þurfa ekki að taka námskeiðið. Þessi námskeið eru ekki ætluð börnum, en við bendum á æfingar fyrir börn og unglinga. Gjald per þátttakanda er kr. 11.000 og er innifalið í því eru námskeiðsgögn, tæknikennsla, spilkennsla og reglufræðsla, auk vikulegra æfinga undir handleiðslu PGA kennara GKG frá 23.5-25.7. 

Tvö námskeið eru í boði eins og sést á töflunum hér undirHámarksfjöldi á hverju námskeiði 24 manns og skráning á skráningarformunum hér fyrir neðan.

Hópur 1Dags.TímiMætingKennarar
Sveifla og stutta spil13. maí17-19GKG skáliPGA kennarar
Reglufræðsla14. maí20-22GKG skáliKjartan Bjarnason
Spilkennsla15.maí17-19GKG skáliPGA kennarar
Hópur 2Dags.TímiMætingKennarar
Sveifla og stutta spil27. maí17-19GKG skáliPGA kennarar
Reglufræðsla28. maí20-22GKG skáliKjartan Bjarnason
Spilkennsla29. maí17-19GKG skáliPGA kennarar

Athugið að þetta námskeið er ætlað nýjum GKG meðlimum sem eru byrjendur. 

Nýliðanámskeið - Skráning í hóp 1 (13. - 15. maí)

ATH hámarksfjöldi er 12 manns

Nýliðanámskeið - Skráning í hóp 2 (27. maí - 29. maí)

ATH hámarksfjöldi er 12 manns