Formaður forgjafarnefndar GKG er Kjartan Bjarnason sem einnig er alþjóðadómari og yfirdómari GKG.

Hér á eftir eru helstu atriði sem vert er að vita varðandi Stableford punktaútreikning og hækkanir og lækkanir samkvæmt EGA forgjafarútreikningi.

Skráning á skori
Hver kylfingur ber ábyrgð á að forgjöf sín sé rétt skráð. Leikmenn í forgjafarflokki 2. til 6. mega nota æfingaskor af 9 og 18 holu hringjum til forgjafarútreiknings svo fremi að golfreglum sé fylgt að öllu leyti. Ekki er þörf fyrir leikmenn í þessum forgjafarflokkum að taka sérstaklega þátt í móti eða tilkynna sérstaklega ætli leikmaður að spila til forgjafar. Leikmenn í 1. forgjafarflokki (forgjöf 4,4 og lægra) mega hins vegar ekki nota æfingaskor til forgjafarútreiknings.

Stableford punktar
Stableford punktar eru veittir á eftirfarandi hátt miðað við nettóskor á hverri holu, þ.e. brúttóskor leikmanns að frádreginni forgjöf á hverri holu fyrir sig.

Nettóskor á holuPunktar
2 högg yfir pari eða ekkert skor0
1 högg yfir pari1
Par2
1 högg undir pari3
2 högg undir pari4
Og svo framvegis
[separator top=”40″]

Breyting forgjafar, hækkun, lækkun og gráa svæðið.
Skili maður gildu skori með færri punktum en “gráa svæðinu” nemur eða skili engu skori, skal hækka EGA grunnforgjöf hans um 0,1 í forgjafarflokkum 1 til 4 og um 0,2 í forgjafarflokki 5.

Skili leikmaður inn gildu skori með 37 punktum eða fleiri skal EGA grunnforgjöf hans lækka um ákveðna tölu vegna hvers punkts umfram 36. Eftirfarandi forgjafarflokkar ráða því hver sú tala er.

FlokkurEGAGráa svæðiðHækkun - undir gráa svæðinu eða ekkert skorLækkun - fyrir hvern punkt umfram 36
1> 4.435 - 360.10.1
24.5 - 11.434 - 360.10.2
311.5 - 18.433 - 360.10.4
418.5 - 26.432 - 360.10.4
526.5 - 36.031 - 360.20.5
[separator top=”40″]

Hækkun og lækkun forgjafar tekur gildi samstundis.
Dæmi: Skili leikmaður með 11.2 í forgjöf skori með 25 punktum verður EGA forgjöf hans 11.3 á eftir. Skili hann síðan inn skori með 42 punktum lækkar EGA forgjöfin hans strax um 1.2 eða í 10.1. (42 – 36 = 6) 6 sinnum 0.2.

Breyting milli flokka
Lækki EGA grunnforgjöf úr hærri forgjafarflokki í lægri skal fyrst lækka hana samkvæmt hærri flokknum þar til skiptir um flokk, en reikna síðan samkvæmt ákvæðum um lægri flokkinnn.

Munið að forgjöf ber að virða og halda í heiðri eins vel og hverjum er mögulegt. Leikmaður ber sjálfur ábyrgð á að forgjöf sé samkvæmt getu hverju sinni. Golf er byggt á heiðri hvers og eins þar sem hver leikmaður er sífellt að keppa við sjálfan sig um betri árangur. Röng forgjöf gefur ekki rétta mynd af getu þinni og er því óheiðarlegt að halda henni ekki rétt við samviskusamlega bæði gagnvart sjálfum þér og ekki síður gagnvart meðspilurum þínum.

Breytinga á EGA forgjafarkerfinu frá 2016

  • Upphafsforgjöf karl- og kvennkylfinga verður nú 54 í stað 36.
  • Nýr forgjafarflokkur 6 (forgjöf 37 – 54) verður til.
  • Enginn hækkun á forgjöf í forgjafarflokkum 5 og 6 (frá forgjöf 26.5 upp í 54)
  • 9 holu skor leyft til forgjafar í forgjafarflokki 2 (frá forgjöf 4.5 upp í 54).
  • * Stjörnumerkt forgjöf fellur niður.
  • Fjöldi skora til að fá forgjöf minnkaður í að skila minnst einu skori.
  • CBA leiðrétting fellur niður í mótum.

Hægt er að nálgast ítarefni um EGA forgjafarkerfið (2012-2015) með því að smella hér.