Nýliðanámskeiðin eru ætluð nýjum félögum sem eru að stíga fyrstu skrefin í golfinu og hafa ekki fengið forgjöf. Nýjir félagar sem koma úr öðrum klúbbum og hafa fengið forgjöf eða áður tekið þátt á nýliðanámskeiði á vegum golfklúbbs, þurfa ekki að taka námskeiðið. Þessi námskeið eru ekki ætluð börnum, en við bendum á æfingar fyrir börn og unglinga. Gjald per þátttakanda er kr. 12.000 og er innifalið í því eru námskeiðsgögn, tæknikennsla, spilkennsla og reglufræðsla, auk vikulegra æfinga undir handleiðslu PGA kennara GKG frá 20.5-22.7. Kennarar GKG sjá um námskeiðin. Kjartan Bjarnason, R&A alþjóðadómari, sér um regluhluta námskeiðsins.

Eftirfarandi dagssetningar eru í boði, og er hámarksfjöldi á hverju námskeiði 24 manns.Smelltu hér til að skrá þig

Hópur 1Dags.TímiMætingKennarar
Sveifla og stutta spil13. maí17-19GKG skáliPGA kennarar
Reglufræðsla14. maí20-22GKG skáliKjartan Bjarnason
Spilkennsla15.maí17-19GKG skáliPGA kennarar

 

Hópur 2Dags.TímiMætingKennarar
Sveifla og stutta spil27. maí17-19GKG skáliPGA kennarar
Reglufræðsla28. maí20-22GKG skáliKjartan Bjarnason
Spilkennsla29. maí17-19GKG skáliPGA kennarar

Frekari upplýsingar veitir undirritaður.

Með bestu kveðjum,
Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG
ulfar@gkg.is
S: 862 9204